MAUS Xtin Klein

21.990 kr.

Hið fjölhæfa og margverðlaunaða PGA-slökkvitækið MAUS Xtin Klein er bylting í brunavörnum. Það slekkur eldinn með kalíumblöndu sem gleypir í sig hitann og truflar efnaferla í brunanum og slekkur með því eldinn. Algjörlega umhverfisvænt og skaðlaust fyrir menn og dýr. Notað í dag af lögregluþjónum og sjúkraflutningamönnum ásamt PostNord og fleiri fyrirtækjum. Sett í alla Toyota Yaris Cross í Indónesíu og einnig sett í bíla í Svíþjóð frá Audi, Volvo, Porsche, Volkswagen ásamt fleirum. Tæknin sem Maus hefur þróað og hlotið einkaleyfi fyrir slekkur eldinn án þess að valda skemmdum á vélum, raftækjum eða innanstokksmunum. Þróað í Svíþjóð og sparar bæði tíma og peninga þar sem maður sleppur við þrif og skemmdir á innanstokksmunum og tækjum sem oft gengur erfiðlega að fá bætt. Eina sem eyðileggst þegar eldur er slökktur með tækni MAUS er eldurinn sjálfur. Notastu alltaf við MAUS til að sleppa við að eyðileggja fríið ef eldur kemur upp í bátnum þínum eða hjólhýsinu. Endist í 6 ár, ábyrgð í 5 ár. Sænsk CE merking og vottað skv. Module B og E.

Eldhúsið. Algeng orsök bruna í eldhúsinu er fita og olíur sem byrja að brenna. MAUS slekkur slíka minni elda. MAUS á eldhúsborðinu tekur álíka mikið pláss og piparkvörn og gerir þig í stakk búinn fyrir neyðartilvik í eldhúsinu. Reyndu ALDREI að slökkva eld í olíu með vatni, það er lífshættulegt.

Bíllinn. MAUS kemst fyrir við hlið þjónustubókarinnar í hanskahólfinu. Með MAUS geturðu slökkt minni elda í bílvélinni og sleppur vid dýra og tímafreka hreinsun eftir á þar sem MAUS skilur ekki eftir sig nein ummerki eins og froða/kvoða og duft gera. Ef krafa er um að hafa duftslökkvitæki (t.d. kappakstursbíll eða lúxusbíll) er gott að hafa MAUS líka til að koma í veg fyrir skaða á dýrmætum vélahlutum eða innréttingu vegna leifa eftir slökkvistarfið.

Báturinn. Dæmi um hugsanlega eldhættu um borð: Eldhús, rafeindatæki, gas, eldsneyti, vélarrými, fitur og glussi. Hafðu MAUS um borð í stýrisrúminu og þú hefur skjóta og örugga brunavörn við höndina.

297 eintök á lager

Vörunúmer: 1001-1 Flokkur: Merkimiði:
Lýsing

Brunaflokkar

MAUS Xtin Klein er vottað fyrir elda af flokki B og C en getur einnig nýst á upphafsstigum fyrir elda af flokki A og F. Þökk sé nýrri eldvarnatækni er þetta slökkvitæki einnig hægt að nota við minni rafmagnsbruna. Innihald slökkvitækisins eyðileggur ekki rafmagnstæki við notkun.

Hér má sjá þegar Nicholai slekkur lítinn eld í eldhúsinu sínu í Kaliforníu án þess að valda nokkrum skaða af völdum innihalds slökkvitækisins, sem oftast er kvoða, vatn eða púður. MAUS notast við tækni sem inniheldur skaðlausan agnúða (reyk) sem gleypir í sig hitann, truflar efnaferla í brunanum og slekkur með því eldinn

Nánar
Hæð

242 mm

Breidd

52 mm

Þyngd

450g

Flokkar Elds

A – Viður, pappi og plast
B – Vökvar
C – Gasbruni
F – Bruni við eldamennski
Minni rafmagnsbrunar

Virkar Við Hitastig

-28°C – +48°C

Notkunartími

9-11 sekúndur

Endingartími

6 ár frá framleiðsudegi / 5 ára ábyrgð

Vottanir

Rina, EC, BAM

Leiðbeiningar
  • Dragðu pinnann úr tækinu (svartur kringlóttur plasthringur).
  • Haltu handslökkvitækinu í 1 meters fjarlægð frá eldinum og beindu að eldsrótunum.
  • Þrýstu á gula rofann einu sinni til að kveikja á slökkvitækinu.
  • Haltu slökkvitækinu stöðugu og forðastu að sveifla því fram og til baka. Færðu þig nær eldinum þegar hann byrjar að slokkna. Það er mikilvægt að allur „reykurinn“ (agnúðinn) dreifist yfir eldinn, ef kostur er á