MAUS Xtin Grand

49.990 kr.

Hver einasta sekúnda telur þegar kemur að eldsvoða. Stóra, færanlega slökkvitækið okkar hefur þrisvar sinnum meiri kraft en minna tækið MAUS Xtin Klein. Þökk sé einkaleyfisverndaðri tækni er PGA-slökkvitækið MAUS Xtin Grand bylting í brunavörnum. Það slekkur eldinn með kalíumblöndu sem gleypir í sig hitann og truflar efnaferla í brunanum og slekkur með því eldinn og skilur ekki eftir sig nein óæskileg efni. Algjörlega umhverfisvænt og skaðlaust fyrir menn og dýr. Fullkomið fyrir hjólhýsi og húsbíla, stærri báta eða minni flutningabíla þar sem þarf aukinn kraft til að slökkva eldinn.

 

30 eintök á lager

Vörunúmer: 3001-1 Flokkur: Merkimiði:
Lýsing

Brunaflokkar

MAUS Xtin Grand er vottað fyrir elda af flokki B og C en getur einnig nýst fyrir elda af flokki A og F. Þökk sé nýrri eldvarnatækni er þetta slökkvitæki einnig hægt að nota við minni rafmagnsbruna. Innihald slökkvitækisins eyðileggur ekki rafmagnstæki við notkun.

Nánar
Hæð

235 mm

Breidd

100 mm

Þyngd

1750g

Brunaflokkur

21BC

Flokkar Elds

A – Viður, pappi og plast
B – Vökvar
C – Gasbruni
F – Bruni við eldamennski
Minni rafmagnsbrunar

Notkunartími

9-11 sekúndur

Endingatími

6 ár frá framleiðsudegi / 5 ára ábyrgð

Vottanir

Rina, EC, BAM

Tæknin

Eldvarnir þróaðar fyrir geimferðir

Meinlaus og eiturefnalaus reykur sem umlykur minnstu agnirnar í brunanum og kæfir eldinn, ásamt því að koma í veg fyrir að eldurinn skjóti aftur rótum. MAUS handslökkvitækin þurfa ekkert árlegt viðhald eða eftirlit þar sem innihald þeirra er ekki undir þrýsting. Bestu eldvarnirnar fyrir þitt öryggi.

Leiðbeiningar
  • Dragðu pinnann úr tækinu. Dragðu upp handfangið.
  • Haltu handslökkvitækinu í 1 meters fjarlægð frá eldinum og beindu að eldsrótunum.
  • Þrýstu á gula rofann einu sinni til að kveikja á slökkvitækinu.
  • Haltu slökkvitækinu stöðugu og forðastu að sveifla því fram og til baka. Færðu þig nær eldinum þegar hann byrjar að slokkna. Það er mikilvægt að allur „reykurinn“ (agnúðinn) dreifist yfir eldinn, ef kostur er á