MAUS eldvarnateppi 1,2×1,8m
8.990 kr.
MAUS eldvarnateppið er gæðavara sem uppfyllir allar þær kröfur sem eldvarnateppi þurfa að uppfylla og hjálpar þér að slökkva eldinn örugglega. Þökk sé einstakri vörn fyrir hendurnar á hornum teppisins (gulir vasar á myndinni) dregurðu úr líkum á að brenna þig við notkun. Eldvarnateppið er gert úr trefjagleri og er 1,20 x 1,80 m að stærð. Það er tilvalið innanhúss, á skrifstofuna, í bátinn eða hjólhýsið/húsbílinn. Eldvarnateppið er ekki aðeins lífsbjörg ef bjátar á, það lítur einnig vel út með sitt hvíta, harða og skínandi ytra byrði.
100 eintök á lager
Lýsing
Um Maus eldvarnateppið
- Getur þakið heila manneskju í neyðaraðstæðum.
- Uppfyllir öryggisstaðal: SS EN-1869:1997.
- Tilbúið til tafarlausrar notkunar með rauðu skyndidráttarböndunum.
- Stílhreinar og fágaðar eldvarnir.
- Vegghengjanlegt.
- Kæfir eldinn snögglega.
- Ver gegn logum, reyk og bruna.
- Háar gæðakröfur – sænsk hönnun.
- Skartar einstökum vösum sem verja hendurnar við notkun.
- Sterkt plastbox sem er 36 x 16 x 3,6 cm að stærð.
Notkun
- Dragðu í rauðu böndin á teppinu og breiddu úr teppinu.
- Smeygðu höndunum inn í gulu vasana í hornunum og gakktu með útréttar hendur að eldinum.
- Leggðu teppið yfir eldinn með snöggum, fumlausum hætti.
- Gakktu úr skugga um að teppið liggi þétt á öllum hliðum til að kæfa eldinn.
- Fjarlægðu ekki teppið frá eldinum.
- Hringið á slökkviliðið. Þar sem eldurinn getur kviknað aftur við súrefnisstreymi til eldsins er mikilvægt að fjarlægja ekki eldvarnateppið sjálfur, heldur láta slökkviliðsmönnum það eftir.