MAUS Stixx Pro V10

91.990 kr.

MAUS Stixx PRO V10 er sjálfvirkt eldvarnatæki sem slekkur eldinn áður en hann dreifir sér. 

Þessa verðlaunuðu uppfinningu er hægt að setja upp í hvaða litla rými sem er, þar sem eldur getur komið upp. Það fer sjálfkrafa í gang við 170°C hita og fyllir rýmið af kalíumríkum reyk sem gleypir í sig hitann, truflar efnaferla í brunanum og slekkur með því eldinn. PRO V10 er tvöfalt öflugra en PRO V5.

Eldsupptök verða í rafmagnstöflum af mismunandi ástæðum. Lélegar rafleiðslur, brotnir og gallaðir íhlutir, of lausar eða fastar tengingar, eldingar, gamlar rafleiðslur, yfirspenna og margt fleira geta valdið hættu á eldsvoða sem geta verið lífshættulegir.

5 eintök á lager

Vörunúmer: 135X-1-1-1 Flokkar: , Merkimiði:
Lýsing

Tæknin að baki MAUS Stixx Pro

Eldvarnir þróaðar fyrir geimferðir

Fasta efnið samanstendur aðallega af kalíumsameindum. Kalíumsindurefni eru mjög virk og trufla efnabruna með því að hlutleysa vetnis-, súrefnis- og hýdroxíðsindurefni í eldinum. Þar sem agnúðar innihalda örsmáar agnir í gasi verða áhrifin mun skilvirkari við slökkvistarf en hefðbundin duftslökkvitæki. Fallhraði agnanna minnkar með minna þvermáli og yfirborðsflatarmálið verður stórt í hlutfalli við þyngd agnanna sem leiðir til þess að loftmótstaðan verður tiltölulega mikil í samanburði við þyngdarkraftinn. Þetta leiðir til þess að agnirnar svífa lengur og draga því úr líkum á að eldurinn skjóti aftur rótum.  Slökkvikrafturinn á þyngdareiningu er á milli 3-10 sinnum meiri en fyrir halon og koltvísýring (CO2).

Nánar
Hæð

1,0 cm

Breidd

1,8 cm

Lengd

9,8 cm

Þyngd

36g

Tækni

Patented potassium smoke

Hentar Fyrir

1m³

Virkar Við

-30°C, + 70°C

Virkjunarhiti

170°C±10°C

Líftími Vöru

5 ár (6 ár í umbúðum)

Vottanir

EC, BAM

Notkun

Uppsetning í rafmagnstöflu

  • Rjúfðu rafstrauminn.
  • Opnaðu hlíf töflunnar.
  • Hreinsaðu flötinn sem þú ætlar að festa MAUS Stixx Pro við.
  • Fjarlægðu rauðu hlífðarfilmuna af MAUS Stixx Pro og festu við yfirborðið með léttum þrýstingi.
  • Staðsettu alltaf MAUS Stixx Pro efst í rýminu og helst þannig að götin snúi niður. Gakktu úr skugga um að það sé 2-3 cm autt pláss fyrir framan götin til þess að reykurinn (agnúðinn) geti auðveldlega dreift sér um rýmið.
  • Ef um þína eigin eign er að ræða, notaðu þá meðfylgjandi límmiða til að skrifa upplýsingar með vatnsheldum penna og festa utan á rýmið. Merktu einnig við í dagatalinu þínu svo þú munir eftir að skipta út MAUS Stixx PRO eftir fimm ár.
  • Þegar þú hefur lokið uppsetningunni og lokað rafmagnstöflunni er hægt að hleypa straumnum aftur á.