|
dagur, 22. nóvember 1997,
um plötuna lof mér að falla að þínu eyra
maus er málið
sú staðreynd að birgir örn steinarsson gítarleikari og söngvari, eggert gíslason bassaleikari, daníel þorsteinsson trommari og páll ragnar pálsson gítarleikari, hafa starfað saman í hljómsveitinni maus í heil fimm ár, á þeim tíma haldið sér vel við með spilamennsku og fleira sem þróast hefur jafnt og þétt, er örugglega meginástæða þess hve góð niðurstaðan er á þriðju plötu hljómsveitarinnar, lof mér að falla að þínu eyra, sem er nýkomin út. það leggst hreinlega allt á eitt svo vel takist. umgjörðin er í hæsta gæðaflokki, upptaka og hljóðvinnsla til fyrirmyndar og útsetningar sömuleiðis. en það sem auðvitað skiptir mestu, tónlistin sjálf, sem fyrr kraftmikið rokk með ýmsum poppáhrifum og nú kannski straumlínulagaðra en á fyrri tveimur plötunum, er betri og þroskaðari en nokkru sinni fyrr og við hana fléttaðir mjög góðir íslenskir textar. má segja, að bæði maus og botnleðja ásamt fleirum (bubba auðvitað líka) hafi endanlega afsannað bábiljuna um að ekki sé hægt að syngja rokk á íslensku. það er bara rangt, eins og margir af textum birgis á plötunni sanna. en einhverja af þeim eða lögunum er engin sérstök þörf á að taka út. með hverri hlustun virkar gripurinn nefnilega jafnari og betri. rétt eins og plata botnleðju í fyrra, fólk er fífl, sýnir lof mér... fram á að íslensk rokktónlist er orðin fyllilega sambærileg við það besta sem gerist erlendis. og það á ekki bara við þessa plötu né bara rokkið, íslensku rappsveitirnar, spíruplatan, þar sem sjö rokk- og poppsveitir af yngri gerðinni eiga lög o.fl. eru greinileg dæmi um það að mikið líf og gróska er í gangi nú í íslenskri tónlist. að lokum ber svo að geta þáttar roger o´donnell fyrrverandi/núverandi hljómborðsleikara the cure(þar sem söngvarinn robert smith er heilinn). hljómborðsleikur hans er ekki ýkja afgerandi fyrir plötuna, en þegar og ef hún kemst á erlendan markað (sem er nú víst í bígerð) verður það örugglega metið til tekna að hafa hann innanborðs. en sem sagt, ein af skemmtilegri og betri plötum ársins.
magnús geir guðmundsson.
|
|
|