dv, 21. nóvember 1997, um plötuna lof mér ađ falla ađ ţínu eyra
 
afbragđ
 
hljómsveitin maus hefur gefiđ út eina af betri plötum ef ekki ţá bestu í íslenskri rokktónlist á árinu. sveitin fékk til liđs viđ sig breska hljómborđsleikarann roger o´donnell úr hljómsveitinni cure og sér hann um allan hljómborđsleik á plötunni. ţađ má reyndar greina tengsl milli maus og cure ţegar hlustađ er á söng birgis arnar steinarssonar, söngvara og gítarleikara sveitarinnar, og greinilegt ađ hann er mikill cure-ađdáandi.
ţađ sem slćr mann viđ hlustun plötunnar er einfaldlega hvađ maus er orđin góđ og nćr fram ferskara andrúmslofti en mađur hefur heyrt í íslenskri rokktónlist í langan tíma.
fyrsta lag plötunnar, síđasta ástin fyrir pólskiptin, er tvímćlalaust besta lag hennar en á eftir fylgja lög eins og poppaldin, égímeilađig, ungfrú orđadrepir, kristalnótt og tvíhöfđa erindreki semm öll eru frábćr, hvert á sinn hátt. ef einhverja vankanta er ađ finna á plötunni er ţađ helst ađ söngur birgis getur veriđ einlitur á köflum en ţađ má einnig líta á ţađ sem eitt af sérkennum sveitarinnar.
 
páll svansson.