morgunblađiđ, 16. nóvember 1997, um plötuna lof mér ađ falla ađ ţínu eyra
 
rík af kímni og krafti
 
lof mér ađ falla ađ ţínu eyra, geisladiskur hljómsveitarinnar maus. mausverjar eru birgir örn steinarsson gítarleikari og söngvari, daníel ţorsteinsson trommuleikari. eggert gíslason bassaleikari og páll ragnar pálsson gítarleikari. lög á plötunni eru öll eftir maus og textar eftir birgi örn. útsetningar á sveitin í sameiningu. roger o´donnell lék á hljómborđ, lena viderö syngur í einu lagi, ţorvaldur bjarni ţorvaldsson í öđru og hróđbjartur róbert í ţví ţriđja. sproti hf. gefur út. 45,24 mín, 1.999 kr.

nokkuđ er um liđiđ síđan öđlingssveitin maus sendi frá sér skífuna ghostsongs, afbragđs plötu sem fórst óverđskuldađ í plötuflóđi ársins 1995, líklega fyrir ţađ helst ađ hún ţótti fullţung. varla á nokkur sem heyrir ţá skífu sem hér er gerđ ađ umtalsefni, lof mér ađ falla ađ ţínu eyra, eftir ađ hnýta í mausverja fyrir sömu sakir, ekki vegna ţess ađ tónlistin sé fiskennd frođa, heldur vegna ţess ađ hún er rík af kímni og krafti; skemmtileg um leiđ og hún vekur til umhugsunar.

međal einkenna lof mér ađ falla ađ ţínu eyra er fjölbreytinin, ţví platan spannar allan tilfinningaskalann, frá gríđarlegri keyrslu í ég ímeila ţig, í epískan gný poppaldins, í seigfljótandi trega í tvíhöfđa erindreka. allar ganga tilraunirnar upp; meira ađ segja upphafskafli ungfrúr orđadrepirs, sem fáir hefđu spáđ á mausskífu, og skemmtileg sveiflan í hreistri og slími, ađ ekki sé getiđ lokakafla plötunnar.

međal gesta á plötunni er breski hljómborđsleikarinn roger o´donnell. hann tređur sér hvergi ţar sem hann ekki á heima, undirstrikar og bćtir viđ á réttum stöđum og vissulega gerir fyrirtaks hljómborđsleikur hans sitt til ađ gera plötuna eins framúrskarandi og hún vissulega er. nefni sem dćmi góđar fyllur í ryđguđum geimgengli, skemmtilega geggjađan píanóleik í hreistri og slími, hugljúfum fléttum í tvíhöfđa erindreka, fjarrćnum hljómum í ryđguđum geimgengli og svo mćtti lengi telja. gott dćmi um smekkvísi o´donnells er ađ viđ fyrstu hlustun tekur hlustandi jafnvel ekki eftir hljómborđunum. annar góđur gestur á plötunni er söngkonan lena viderö í hlutverki augnskuggadrottningarinnar í upphafslaginu og hún syngur af skemmtilegu yfirlćti.

mausliđar sjálfir eru eđlilega í ađalhlutverki og hvergi snöggan blett ađ finna; trommuleikur agađur og hugmyndaríkur, bassinn drífandi fléttur, dćmi: upphafsskafli poppaldins, og frábćr sprettur tćplega hálfa mínútu inní ég ímeila ţig. gítarleikur er svo sérkapítuli út af fyrr sig, ţví ţessi plata er mikil gítarveisla og ţá ekki vegna skalaćfinga og flugeldasýninga, heldur vegna ţéttrar keyrslu og gítarbrims sem hefst og hnígur međ ţungri undiröldu. upphaf kristalsnćtur er gott dćmi um gítarleik ţeirra félaga birgis arnar og páls ragnars og einnig syngjandi gítarafjöld í glymjandi laglínu halastjarnan rekst á jörđina. söngur birgis arnar er snar ţáttur í tónlistinni og ţó hann syngi ekki alltaf hreint gćđir hann textana lífi og ţunga og beiskum trega.

birgir örn er og textasmiđur sveitarinnar og hefur ekki í ađra tíđ ort betri texta, skotna beittri kímni og hreinrćktađri gamansemi en líka upp fullir međ myrkar tilvísanir og skírskotanir. hćst rís hann kannski í helsta lagi plötunnar, poppaldini, ţar sem hann glímir viđ ţráhyggju á eftirminnilegan hátt međ lykluđum líkingum. í textanum er samlíking sem minnir um margt á fyrsta erindi eyđilands eliots og ţó lokaerindiđ feli í sér lausn: ,,og ţó ég andi aldrei aftur / verđ ég öruggur hér. og ţó ég hugsi aldrei aftur / verđ ég öruggur hér. og ţó ég kafni í ófrjórri mold, / ţá verđ ég öruggur hér í örmunum á ţér." kviknar spurning amlóđa: ,,hér kemur hćngur. ţví ađ hverja drauma / menn dreyma kynnu í dauđasvefni ţessum, er fargi holdsins hrundiđ af okkur vćri."

vert er og ađ geta annars framúrskarandi lags, ryđgađs geimgengils, međ línunum: ,,já, svona er nú tískan / hún er mađkurinn sem viđ krćkjum á öngulinn" og síđar: ,,og ef tískan kćmi skríđandi til mín, / ég myndi slíta hana í tvennt. / bara til ađ fylgjast međ / hvort báđir hlutar lifi."

hljómur
 
árni matthíasson.