morgunblađiđ, 8. nóvember 1995, um plötuna ghostsongs
 
brimsog gítarhljóma
 
ghostsongs, breiđskífa hljómsveitarinnar maus. maus skipa birgir örn steinarsson gítarleikari og söngvari, daníel ţorsteinsson trommuleikari, eggert gíslason bassaleikari og páll ragnar pálsson gítarleikari. lög og textar eftir ţá félaga, utan eitt lag sem ađstođarmađur ţeirra, ađalsteinn guđmundsson, samdi međ ţeim, en eitt lag er eftir simon le bon. upptökustjóri var páll borg. spor hf. gefur út. 46,01 mín., 1.999 kr.

rokksveitin maus sló í gegn á síđasta ári ţegar hún tók músíktilraunir tónabćjar međ trompi og sendi síđan frá sér eina skemmtilegustu hljómplötu ársins. hér er svo komin önnur plata mausverja, ghostsongs, sem er á ensku vegna óska útgefanda sem hyggst koma sveitinni á framfćri ytra. hér heima hafa ţeir mausliđar flutt lög sín á íslensku og íslenskir textar fylgja á textablađi.

fyrsta breiđskífa maus, allar kenningar heimsins, var frumraun bráđefnilegrar sveitar og sumstađar á henni mátti heyra ungćđisskap og bráđlćti. á plötunni nýju, ghostsongs, stígur sveitin risaskref í fremstu röđ íslenskra rokksveita og ţegar mausverjum tekst best upp standa ţeir flestum framar í tilgerđarlausum frumleika og krafti; segja má ađ öll fyrirheit plötunnar fyrstu rćtist margföld á ghostsongs.

ađal maus er hvellir og beittir gítarhljómar og myrkur drífandi trommuhljómur; einskonar frumskógatrommur ađ hćtti keiths moons, sem bera uppi lögin studdar af liprum og fjölbreyttum bassaleik. lögin eru í sjálfu sér einföld, en ţó án ţess ađ auđveldasta leiđin verđi fyrir valinu og millikaflarnir epískir gítarsamhljómar sem falla eins og brimsog. gott dćmi er síđustu 30 sekúndur lagsins hans ćra tobba, himbalagimbala. í fleiri lögum fara mausarar á kostum, til ađ mynda í sćtabrauđsdagarnir eru búnir sem er skemmtilega kaflaskipt, flćđi, sem er líklega ađgengilegasta lag plötunnar, og lokalaginu, ótta, sem er ţađ besta sem hljómsveitin hefur sent frá sér hingađ til, ekki síst er tónleikaútgáfan á ţví eftirminnileg. ekki má svo gleyma innblásinni útgáfu mausliđa á duran duran laginu girls on film sem ţeir kippa inn í nútímann og gera rćkilega ađ sínu; útsetning sem byggist á virđingu fyrir viđfanginu en ekki leit ađ ódýrum vinsćldum.

textar á plötunni eru flestir yfir međallagi og sumir bráđgóđir, eins og til ađ mynda textinn viđ ótta.

á ghostsongs má heyra ađ maus er í örri ţróun, á plötunni bregđur fyrir ýmiskonar stílbrögđum og hljómum sem ţeir félagar hafa bćtt á sig frá síđustu skífu, en ţá alltaf sem tilbrigđi viđ mausrokkiđ, sem ţeir hafa mótađ og slípađ. fyrirtaks plata einnar fremstu rokksveitar landsins.
 
árni matthíasson.