morgunblađiđ, 18. október 1994, um plötuna allar kenningar heimsins... ...og ögn meira
 
eftirminnileg frumraun
 
allar kenningar heimsins ... og ögn meira fyrsta breiđskífa hljómsveitarinnar maus, allar kenningar heimsins ... og ögn meira, sem smekkleysa gefur út. mausverjar eru birgir örn steinarsson gítarleikari og söngvari, páll ragnar pálsson gítarleikari, róbert gíslason bassaleikari og daníel ţorsteinsson trommuleikari. japís dreifir. 48,33 mín. 1.999 kr.

rokksveitin maus sigrađi örugglega í músíktilraunum tónabćjar snemma á árinu og liđsmenn hennar voru einnig verđlaunađir fyrir hljóđfćraleik, trommuleikarinn daníel valinn besti trommuleikari tilraunanna og birgir örn besti gítarleikarinn. međal sigurlauna í músíktilraununum eru hljóđverstímar, sem hafa vćntanlega nýst mausverjum vel viđ ađ taka upp ţá breiđskífu sem hér er gerđ ađ umtalsefni.

ţađ er athygli vert ađ á međan fjölmargar hljómsveitir taka upp enskan söng í von um heimsfrćgđina hafa hljómsveitir sem teljast til neđanjarđartónlistar eđa nýbylgju flestar snúiđ sér ađ íslenskum textum; orđiđ íslenskari, ţó tónlistin dragi oft dám af ţví sem er á seyđi erlendis, enda er ţađ ađ vera ţjóđlegur forsenda ţess ađ hafa alţjóđlega skírskotun. mausverjar lögđu enska texta á hilluna fyrir margt löngu og tóku upp íslenska og oft bráđvel gerđa texta sem falla vel ađ tónlistinni; gera sveitina enn frumlegri og skemmtilegri.

mausrokk er kraftmikiđ og byggist mikiđ á sérstökum hvellum gítarhljóm, mikilli trommukeyrslu og ţettum bassagrunni. lögin sem hljómsveitin lék á músíktilraunum voru nokkuđ áţekk, en á tónleikum síđar mátti heyra ađ meira var í maus spunniđ og öll fyrirheit rćtast frábćrlega á fyrstu breiđskífu sveitarinnar. fyrsta lagiđ, ósnortinn, sem byrjar einkennilega, byggist á fjölbreyttum rytmagrunni og brotnum gítarhljómum, en er stefnulaust á köflum, annađ lagiđ, sár, er öllu markvissara og međ sérdeilis skemmtilegum sprettum á gítara og góđum kaflaskiptingum. ţriđja lagiđ, ljósrof, er svo hápunktur plötunnar; frábćrt lag sem sýnir á sér nýjar hliđar viđ hverja hlustun. nćsta lag á eftir, líkţrá, er svo skemmtilegt pönk og ţannig vindur plötunni fram međ grúa stílbrigđa og ferskra hugmynda, sem gera plötuna ađ einni eftirminnilegustu frumraun síđustu ára og einni af bestu plötum ársins.
 
árni matthíasson.