hér að neðan eru svör við þeim fyrirspurnum sem okkur barst í júní 2000.
þeim er raðað í öfuga tímaröð, þannig að nýjustu spurningarnar koma fyrst.
  
Katrín Hákonard. spurði 23. júní 2000 : ,,Ég las þar einhverstaðar að einhver af Maus strákunum hafi verið að eignast barn. Hvaða maus strákur var þetta og hvað heitir barnið?"
og við svöruðum : ,,...það er rétt hvað þú heyrðir. það var hann danni sem eignaðist barn og dóttir hans heitir iðunn."
  
Eyþór spurði 17. júní 2000 : ,,
ég er að pæla í hvort þið getið ekki komið einhvertíma og spilað í Grundarfirði"
og við svöruðum : ,,...danni hékk nokkur sumur og hann segir að ásakaffi rúli big time.. ...aldrei að vita nema að við komum einn daginn"
  
"hási" spurði 16. júní 2000 : ,,
bæessaðir ég heiti hávarður o bí á bíldudal.ég er 14 ára ég ætlaði bara gá hvernig þið mynduð hafa það???????"
og við svöruðum : ,,...við höfuð það fínt takk."
  
jónas spurði 14. júní 2000 : ,,
er Danni dauður?????????"
og við svöruðum : ,,...nei.. ...alive and kicking"
  
rúnar sveinsson spurði 14. júní 2000 : ,,
danni? hvað ertu búinn að æfa lengi á trommur????"
og við svöruðum : ,,...ég er búinn að spila síðan ég var 11 ára. ég var í eitt ár í fíh."
  
óttar gb spurði 13. júní 2000 : ,,ég var að velta því fyrir mér hvað marga gítar áttu biggi. áttu gisbson les paul?? það var brjálað cool þegar þú fleygði stratocasterinum á music festivalinu. og hvenær reknið þið með að næsta plata komi út. ég var brjálað að fíla nýja lagið sem þið spiluðu á music festinu."
og við svöruðum : ,,
...biggi á tvo gítara og hvorugur þeirra er gibson les paul eða stratocaster. annar er 30 ára gamall rickenbacker og hinn er ódýr eftirlíking af stratocaster. næsta plata er áætluð á árinu 2001. gott að heyra að þú varst að fíla nýja lagið okkar. við erum að fíla það líka
  
,,ungfrú hneta" spurði 13. júní 2000 : ,,
ég get ekki fengið maus_winamp_framhliðina sama hvað ég reyni...er nokkuð of mikils til að spyrja hvort ég gæti fengið betri útskýringar og leiðbeiningar gegnum það?"
og við svöruðum : ,,
...farðu á winamp heimasíðuna og fáðu upplýsingar þar."

helga spurði 12. maí 2000 : ,,
fílið þið aðdáendurnar ykkar?"
og við svöruðum : ,,
...alla þá nema sem bíða fyrir utan klósettið þegar maður er að skíta til að geta fundið lyktina
  
ragna spurði 12. júní 2000 : ,,
Hvað var fyrsta lagið ykkar?"
og við svöruðum : ,,
...þetta er mjög erfið spurning. ljósrof eða lost væri sjálfsagt nær lagi, en annars hétum við slip upphafi og áttum slatta af lögum sem komu aldrei út: overture, valsinn, crawl, idle hands, blonde, his dying head, pipeline, journey, o.s.frv... ....shit!"

jón spurði 7. júní ,,
danni hvað varstu gamall þegar þú byrjaðir að tromma? en hvað varstu gamall þegar þú keyptir trommusettið"
og danni svaraði : ,,.
...ég byrjaði að tromma 11 ára gamall og fékk trommusettið sem ég nota í dag 16 ára.

bjögga spurði 7. júní 2000 : ,,
hæ, þessi spurning er til danna! ertu með einhverja kerlingu eins og er þú veist á föstu, þú ert rosasætur"
og danni svaraði : ,,
...já, ég á konu og barn."
  
"appelsína" spurði 5. júní 2000 : ,,
...senn líður að Reykjavík Music Festivals ....á þá ekki að rokka lang feitast þar af öllum??? Verða kannski komið okkur á óvart með nokkrum nýjum hitturum???"
og við svöruðum : ,,
...jú við ætlum að rokka lang feitast og frumflytja nýjan slagara í leiðinni. hann heitir ,,nánast ólöglegt"
 

eldri spurningar og svör