hér að neðan eru svör við þeim fyrirspurnum sem okkur barst í janúar 2000.
þeim er raðað í öfuga tímaröð, þannig að nýjustu spurningarnar koma fyrst.
 
 ,,brjálaða bína" spurði 29. janúar 2000 : ,,hvernig fær maður sér mp3 spilara? í hvað fer maður á síðunni sem þið bendið á? "
og við svöruðum : ,,...þú byrjar á því að sækja hann hér (velur "download") og ferð síðan og nærð þér í maus framhlið á hann."
 

pétur
 spurði 29. janúar 2000 : ,,hvaða lag verður fyrir valinu sem næsta útvarpslag? ég mæli með bátnum, hann lekur! sjáiði fyrir ykkur jafn mörg lög inni á ísl.listanum og af lommér. "
og við svöruðum : ,,...við höfum valið dramafíkil sem næsta útvarpslag.  það fer í spilun á næstu dögum.  það er erfitt að svara þessu með íslenska listan enda hefur það voðalega lítið að segja að vera inni á honum. að vísu sýnir hann útkomu símakönnunar sem framkvæmd hefur verið, svo að vissulega er ánægjulegt að vera þar, en hann hefur ekkert að segja með spilun í útvarpi. útvarpsstöðin sem er með þennan lista segist aðeins spila topp40 lögin á íslandi í dag, en þrátt fyrir það hefur hún aldrei haft mauslag í spilun, ekki einu sinni þegar ,,allt sem þú lest er lygi" var í öðru sæti í tvær vikur. öll þrjú lögin af ,í þessi sekúndubrot sem ég flýt" sem hafa verið í spilun á öðrum útvarpsstöðum hafa farið inn á topp 10 á þessum lista..."
 
berglind ýr spurði 28. janúar 2000 : ,,hvað eru þið gamlir? eru þið með stelpu? ef þið getið þá megi þið senda mér myndir af ykkur sem ég get hengt upp á vegg hjá mér. kveðja berglind ýr "
og við svöruðum : ,,...á meðlimasíðunum getur þú fundið út hve gamlir við erum og já, við eigum allir kærustur.  myndirnar hljóta síðan barasta að fara að koma upp á myndasíðunni."
 
guðný
 spurði 28. janúar 2000 : ,,getur þú sagt mér nokkur url af heimasíðum íslenskra hljómsveita svo sem eins og sigurrós eða botnledja, ????"
og við svöruðum : ,,...hér eru nokkrir íslenskir hljómsveitavefir: 200.000 naglbítar, bang gang, bisund, ensími, jagúar, mínus, moðhaus, quarashi, shiva, sigur rós, stolía, suð, örkuml en botnelðja er ekki með heimasíðu.  fleiri hljómsveitavefi má finna á dordingull.com, harðkjarna eða íslensku tónlistarsíðunni."
 
sigga spurði 25. janúar 2000 : ,,bara aðeins að pæla!! er það satt að þið séuð að fara að spila á árshátíð framhaldsskólans á húsavík??? sagan segir það.. er það satt??"
og við svöruðum : ,,...sagan segir nú ýmislegt þessa dagana en þetta hef ég ekki heyrt áður.  og þó..    ....eitthvað var nú verið að tala við okkur frá húsavík um daginn en ég veit ekki um hvað það var.  það væri sannarlega gaman að koma þangað aftur, enda rokkar húsavík ansi feitt..."
 
joi-gauti spurði 21. janúar 2000 : ,,eigið þið kerfisbundin þrá í mp3 formatti ?? ef svo er geti þið bennt mér á það á netinu eða sent mér það í mail-inn minn : ) thanks! ég finn hann ekki á þessari síðu : ( "
og við svöruðum : ,,...fljótlega munum við gefa myndbandið við kerfisbundna þrá hér á maus.is en mp3 formatt á laginu verður að bíða betri tíma. ég ætla samt ekki að ljúga að þér að ég eigi það ekki, því ég á haug af mauslögum á mp3, tónleikaútgáfur, demótökur og auðvitað allar plöturnar.  en hver myndi kaupa plöturnar okkar ef við gæfum öll lögin okkar hér á vefnum?  og ef fólk keypti ekki plöturnar okkar gætum við auðvitað ekki gefið út fleiri plötur.  bara sorrý.  en við erum samt að gefa slatta af lögum á mp3 síðunum okkar þannig að njóttu vel og lengi !... "
 
kolbó spurði 20. janúar 2000 : ,,blessadir félagar. glæsileg heimasída. ég var svona ad velta dví fyrir mér hvort madur fái ad sjá ykkur á tónleikum hérna í danmörku í komandi framtíd. madur sá kolrössu ekki fyrir allt of löngu sídan og svo spilar nú sigur rós í næstu viku á venu. dad er feitt ad sjá bestu íslensku hljómsveitirnar spila á erlendri grundu. til hamingju med nýja diskinn. hann er snild!! "
og við svöruðum : ,,...við munum örugglega koma og spila í danmörku fljótlega.  við spiluðum í danmörku í apríl á síðasta ári og gekk sú ferð mjög vel.  þegar höfum við fengið óskir um að koma aftur og erum við að fara nánar yfir þau mál þessa dagana..."
 
valli spurði 19. janúar 2000 : ,,ég keypti mér plötuna ghostsongs fyrir skömmu (fyrir hálfgerða tilviljun), plata sem hefur líklega farið lítið fyrir á sínum tíma, þar sem ég man eftir fyrstu plötunni ykkar, en vissi varla að þessi væri til fyrr en ég fann hana í "vídeosafnaranum". anyways, ghostsongs þykir mér bera höfuð og herðar yfir flest það sem komið hefur út á íslandi (ekki það að hinar plöturnar ykkar séu rusl) fyrr og síðar. svo til hamingju með hana! en af hverju sunguð þið meirihlutann á ensku. einhverjir meikaða-draumar, eða hvað? "
og við svöruðum : ,,...takk fyrir hrósið valli.  við erum mjög stoltir af ghostsongs og hún er í mikilu uppáhaldi innan hljómsveitarinnar.  en af hverju hún er á ensku er einfaldlega vegna þess að útgáfufyrirtækið okkar vildi ekki gera tvær útgáfur eins og við vildum, þá bæði á íslensku og á ensku.  en það má taka það fram að við sungum öll lögin á íslensku á tónleikum okkar hér á landi enda höfum við alltaf lagt mikið upp úr því að syngja á íslensku á íslandi.  textar laganna eru bæði á íslensku og ensku í textabókinni eins og þú hefur væntanlega tekið eftir."
 
"derrick" spurði 18. janúar 2000 : ,, hver er svona verkaskiptingin í hljómsveitinni...ef hún er þá? hver er hvaða fjölskyldumeðlimur...mamman, pabbinn.....o.s.f...???"
og við svöruðum : ,,...ja hérna....   ....ætli danni sé ekki litla undrabarnið - á hápunkti gelgjuskeiðs, palli hlutlausi stóri bróðir, biggi hlítur þá að vera pabbinn og eggert mamman.  ...ég held að það sé nokkuð til í þessu bara!! "
 
rafnar orri spurði 14. janúar 2000 : ,,maus það væri mér mikill heiður að þið mynduð koma og halda barnatónleika á húsavík 16 og yngri kær kveðja rafnar orri ?"
og við svöruðum : ,,...það væri okkur líka mikill heiður að koma aftur norður, en við vorum þar fyrir mánuði síðan.  við hefðum auðvitað átt að spila fyrir 16 ára og yngri þá en því miður varð ekkert úr því..."
 
Hussain Abdul-Ghani Sulaimani spurði 13. janúar 2000 : ,,er hægt að nálgast myndbandið við "kerfisbundin þrá" einhvernegin öðruvísi en að sjá það í sjónvarpinu. því ég er þvílíkur fan en svo óheppinn að ég hef aldrei séð allt myndbandið (þó ég hafi séð síðustu 10 sekúndurnar 2sinnum) ?"
og við svöruðum : ,,...nei, því miður... ...ekki enn. en gráttu ekki, því von bráðar verður hægt að nálgast myndbandið hér á maus.is"
 
kjarri spurði 12. janúar 2000 : ,,hvaða íslenska tónlist fílar maus og af hverju eru engir linkar hérna?"
og við svöruðum : ,,...maus fílar margar mismunandi íslenskar hljómsveitir og eru ekki endilega allir á sama máli þar á bæ.  linkasíðan mun síðan koma upp síðar og þar verða linkar á íslenskar sem erlendar síður. ég ætla þó að telja upp brot af íslenskri tónlist svona rétt til að gefa þér hugmynd: sykurmolarnir, þeyr, sh draumur, bless, risaeðlan, dr. gunni, ham, jón leifs, villi vill, kukl, yucatan, púff, kolrassa krókríðandi, t-world, the bag of joys, brim, títus, andhéri, texas jesús, unun, kvartett ó jónson og grjóni, vínyll, björk, gusgus, sigur rós, botnleðja, quarashi, jagúar, kk, 200.000 naglbítar, ensími, bisund, mínus, múm, bang gang, bubbi, megas, moðhaus og örugglega miklu lengri listi af íslenskum hljómsveitum og tónlistarmönnum sem einhver af okkur þykir mikið til koma...   ...en sorrý, maður gleymir nú alltaf einhverju!"
 
tinni spurði 10. janúar 2000 : ,,hvernig leggst nýja öldin í ykkur? (ef að þið eruð sammála um að ný öld sé þá komin!?!) ?"
og við svöruðum : ,,...jújú, hún leggst barasta mjög vel í okkur þakka þér. en er það ekki svolítið seint í rassinn gripið að fara að spá í hvort ný öld sé komin eður ei?  þetta er a.m.k.  top 5 leiðinlegustu umræðuefnin í partýum.."
 
bjarni í mínus spurði 10. janúar 2000 : ,,eruð þið hreinir sveinar, sérstaklega þú danni?"
og við svöruðum : ,,...danni eignaðist stúlkubarn í nóvemberlok síðasta árs og því getum við ekki breytt nafninu okkar í "hreinir sveinar" eins og til stóð!!    ...hins vegar erum við hinir enn á þeirri skoðun að kynlíf fyrir giftingu sé ósiðsamleg athöfn og hreinlega móðgandi...  ...við erum því algjörlega hættir að tala við danna nema í mikilli neyð!!"
 
sigurjón spurði 08. janúar 2000 : ,,af hverju er danni svona ógeðslega góður."
og við svöruðum : ,,...sko... ...þegar danni var lítill (ekki það að hann sé eitthvað stór núna) var hann notaður sem tilraunadýr í skemmtiatriði á árshátið læknanema. einhverjir snillingar tóku úr honum heilan og settu trommuheila í staðin, bara svona til að sjá hvað myndi gerast!!   ...þessir sömu drengir tóku heilan úr tommy lee nokkrum árum seinna þegar þeir voru í framhaldsnámi í usa.  ekki veit ég hvað þeir settu í staðinn en ég hef heyrt því kastað fram að það hafi verið heili úr stóðhesti!!"
 
pési spurði 07. janúar 2000 : ,,hvernig byrjðu það? og hvað merkir orðið maus? og af hverju kölluðu þið nýju plötuna ykkar "hoppaðu upp í rassgatið á þér!!."
og við svöruðum : ,,...lestu sögu maus til að vita hvernig þetta byrjaði allt (þ.e. ef það var spurningin?).  sögnin að "mausa" merkir að dunda sér eða gera eitthvað sem tekur langan tíma.  oft er talað um að eitthvað sé bölvað "maus" ef það er erfitt og vesen að framkvæma.  við kölluðum plötuna okkar nýjustu aldrei "hoppaðu upp í rassgatið á þér!!".  hins vegar kölluðum við hana "troddessu uppí rassgatið á þér" en það var nú meira í gríni gert heldur en í einhverri alvöru enda spaugsamir strákar við... hehe...."
 
"gazzi" spurði 06. janúar 2000 : ,,þessi spurning er eiginlega bara til þín eggert. þannig er mál með vexti að ég nota mp3 mikið. á sínum tíma sótti ég maus-skinnið ykkar og það virkaði fínt. nú uppfærði ég winamp-inn minn í v2.5e og þá virka engin skinn nema maus-skinnið. öll hin skinnin mín virðast bara vera eins og upprunalega skinnið. ég spyr þig af því að þú ert svona tölvugúrú og ert greinilega djúpur notandi mp3. með fyrirfram þökk, hin einlægi aðdáandi maus, gazzi."
og eggert svaraði : ,,...fyrirgefðu gazzi en mér tókst bara ekki að finna spurninguna í þessu skeyti frá þér.  en ef þú ert að spurja af hverju maus skinnið virkar en ekki hin, þá er það einfaldlega vegna þess að það er betur hannað en öll hin skinnin sem þú átt.  og þá er ég ekki endilega að meina "flottara" hannað heldur einfaldlega hannað þannig að nýjar útgáfur af spilurum geti einnig lesið það."
 
didi spurði 06. janúar 2000 : ,,hæ hæ mig langar til að spurja hvað þið eruð búin að gefa ut marga diska ég bara man það ekki bæbæ svaar óskast helst ?"
og við svöruðum : ,,...skoðaðu útgáfusíðunurnar okkar.  þar ættir þú að finna svar við spurningu þinni."
 
"draugsi" spurði 05. janúar 2000 : ,,ein spurning, eruði ekki með plötusnúð sem kemur upp stemningu fyrir ykkur eða eruði bara með cd á randon play fyrir sveitaböll? ps, góð síða hjá ykkur?"
og við svöruðum : ,,...eins og þú getur séð á tónleikasíðum okkar þá spilum við ekkert rosalega oft á sveitarböllum, a.m.k. aldrei þannig að við þurfum sjálfir að hugsa um hluti eins og plötusnúða.  þegar við spilum á skólaböllum þá er yfirleitt einhver plötusnúður að spila á undan og er hann oftast fenginn á vegum skólafélagsins."
 
aðalsteinn r óttarsson spurði 03. janúar 2000 : ,,hver/hverjir gerði/gerðu maus.is ?"
og við svöruðum : ,,...eggert bjó alfarið til maus.is sem fyrr.  útlitið var þó unnið í sameiningu við hann tobba sem vann umslagið á ,,í þessi sekúndubrot sem ég flýt""
 
ásta spurði 03. janúar 2000 : ,,er það rétt að þið komið norður og haldið ball fyrir norðan í jan eða feb?"
og við svöruðum : ,,...ekki höfum við heyrt neitt slíkt ennþá.  það má samt vel vera ef það verður haft samband við okkur fljótlega."
 
^CoMiX^ spurði 03. janúar 2000 : ,,af hverju er lagið "kerfisbundin þrá" styttra á x-inu og í myndbandinu,heldur enn á disknum ?"
og við svöruðum : ,,...útvarpspólitíkin er slík að við fengjum lagið varla spilað enda tæpar sex mínútur í fullri lengd.  því gerðum við "útvarpsvæna" útgáfu af laginu og klippum af heilan söngkafla og heilt viðlag.  ef við hefðum ekki gert þetta þá hefðum við ekki fengið lagið spilað í útvarpi svo einfalt er það.  sama ástæða er fyrir myndbandið.  þetta er alls ekki nýtt í þessum bransa því flest allar hljómsveitir gera þetta.  skoðaðu bara smáskífur sem þú átt og leitaðu eftir útgáfum sem merktar eru "radio edit"..."
 
trustus jones spurði 01. janúar 2000 : ,,afhverju eruð þið svona svakalega góðir?????"
og við svöruðum : ,,...sjálfsagt bara af því að við reynum að gera okkar besta."
 

eldri spurningar og svör