|

|
|
 |
|
í dag er 18. febrúar 2019
og hér eru nýjustu fréttirnar af maus.
|
9. desember 2004
100% maus um helgina á popptíví !!
það verður svokölluð "100% maus helgi" á popptíví núna um helgina, 10.-12. desember.
flest ef ekki öll maus myndböndin verða sýnt og þ.m.t. gömul myndbönd sem ekki hafa sést lengi.
bendum því áhugasömum á að snerta skjáinn um helgina.
auglýsing frá popptíví (Mpeg, 3.5mb)
30. nóvember 2004.
glænýtt myndband við over me under me !!!
við vorum að klára myndbandið við nýja lagið okkar, "over me under me".
myndbandið er margt sérstakt og er til dæmis allt tekið í einni töku,
þ.e. engin klipping er í öllu myndbandinu. leikstjóri myndbandsins heitir
elvar og er betur þekktur sem rappari úr hinni frábæru hljómsveit afkvæmi guðanna.
en annars kom fullt af fólki að gerð þessa myndbands og lögðu fram frábæra vinnu.
kunnum við þeim okkar bestu þakkir. tékkið endilega á myndbandinu hér að neðan
og einnig vil ég benda á myndir
frá tökustaðnum sem hún erna, einn af leikurunum, hefur sett á bloggsíðu sína.
Over Me Under Me (Windows Media, 8mb)
hér eru jafnframt nokkur nýleg maus-myndbönd til upprifjunar og skemmtunar:
Liquid Substance (Windows Media, 15mb)
My Favourite Excuse (Windows Media, 13mb)
Life in a Fishbowl (Windows Media, 16mb)
24. nóvember 2004.
keflvíkingar og húsvíkingar: hér koma maus !!!
fimmtudaginn 25. nóvember erum við að spila fyrir nemendafélag
fjölbrautarskóla suðurnesja í frumleikhúsinu í keflavík. húsið opnar kl. 20.00
en tónleikarnir hefjast kl: 21.00. ásamt okkur spila hljómsveitirnar:
dáðadrengir, lada sport, sex division og himmler. inngangseyrir er 800kr fyrir
félagsmenn nffs en 1300 fyrir óbreytta.
föstudaginn 3. desember erum við að spila í íþróttahúsi borgarskóla á húsavík.
ásamt okkur spila dáðadrengir, sign og tony the pony. ég er því miður ekki með
frekari upplýsingar í bili.
bendum áhugasömum á að við verðum með maus-boli og nýju plötuna okkar til sölu á
tónleikunum en samkvæmt áræðanlegum heimildum þykir það besti jólapakkinn í ár.
1. nóvember 2004.
útgáfutónleikar í austurbæ !!!
föstudaginn 5. nóvember verðum við með útgáfutónleika í austurbæ.
þar munum við leika lög af nýútkominni safnplötu okkar og skal taka fram að það er ekkert aldurstakmark á tónleikana.
forsala er í skífunni á laugarvegi og á midi.is !!
10. október 2004.
maus á iceland airwaves 2004
við komum til með
að spila á hinni mögnuðu iceland
airwaves hátíð um næstu helgi.
dagskráin í hafnarhúsinu laugardaginn 23. október er eftirfarandi:
20:15 Honeymoon
21:00 Leaves
21:45 Maus
22:30 Keane
5. október 2004.
tvöföld safnplata maus væntanleg 18. október: tónlyst 1994-2004 og lystaukar 1993-2004
"tónlyst 1994-2004" inniheldur 17 lög frá 10 ára útgáfuferli maus.
eitt lag er þó glænýtt. það er lagið ,,over me under me" sem einmitt er leið í spilun þessa dagana.
"lystaukar 1993-2004" er aukaplata sem inniheldur áður útgefin lög frá maus.
þetta er blanda af tónleikaupptökum og demóupptökum af lögum sem ekki hafa náð inn á plötur maus.
en auk þess fá fjórar íslenskar hljómsveitir spreyta sig á maus lögum með mjög svo góðum árangri
að okkar mati. þetta eru hljómsveitirnar deLpHi, dáðadrengir, quarashi og gusgus.
tónlyst 1994 2004
- 1. skjár
- 2. ljósrof
- 3. deepnightwalk
- 4. song about fluids
- 5. égímeilaðig
- 6. 90 kr. perla
- 7. poppaldinn
- 8. ungfrú orðadrepir
- 9. (inn í) kristalnótt
- 10. allt sem þú lest er lygi
- 11. dramafíkill
- 12. kerfisbundin þrá
- 13. nánast ólöglegt
- 14. musick
- 15. life in a fishbowl
- 16. my favourite excuse
- 17. over me, under me
|
lystaukar 1993 2004
endurvinnslur:
- 1. liquid substance (deLpHi)
- 2. aftur, aftur og aftur (dáðadrengir)
- 3. musick (quarashi)
- 4. mín uppáhalds afsökun (gusgus)
tónleikaupptökur:
- 5. maus kynntir
- 6. ósnortinn
- 7. fingurgómakviða
- 8. kemur og fer
- 9. life in a fishbowl
demóupptökur:
- 10. crawl
- 11. bláskjár
- 12. snjókóngur
- 13. tvíhöfða erindreki
- 14. þetta er ekki byrjun, bara nýr endir
- 15. þungur hnífur
- 16. far á himni
- 17. beittur trúarbrögðum
- 18. bás 12
|

 |
14. september 2004.
maus í hljóðveri þessa dagana
við erum í hljóðveri þessa dagana að taka upp 2 ný lög. annað lagið
"over me under me" kemur til með að vera á safnplötunni okkar sem kemur
út á næstu mánuðum en hitt lagið "cover my eyes" verður væntanlega ekki gefið
út fyrr en á næstu plötu okkar.
upptökumenn eru þeir sömu og unnu með okkur á "musick": herr meyerschnitzel und herr naaf.
hér að neðan eru nokkrar "sjóðheitar myndir" beint úr hljóðverinu:
og hér er nokkrur úrvals myndbrot frá vinnslu laganna:
6. júlí 2004.
maus bolirnir loksins komnir aftur - nýir og gamlir!
maus bolirnir hafa verið uppseldir í þónokkurn tíma en nú geta menn tekið gleði sína upp á ný því
við eigum von á risasendingu af bolum í fyrramálið. við erum að prenta allar 3 útgáfurnar uppá
nýtt í mörgum litum og stærðum, auk þess sem glænýr bolur lítur dagsins ljós.
bolurinn er unninn út frá nýja myndbandinu okkar og er afar vel heppnaður að okkar mati.
hann er unninn í samstarfi við bolabúðina ósóma og hannaður af þórdís claessen.
við komum til með að vera með sölubás á placebo tónleikunum á morgun, en síðan verður
hægt að nálgast þessa boli í dogma og ósóma á laugarvegi auk þess sem við komum til
með að vera með eintök á okkur þegar við erum að spila á tónleikum.
6. júlí 2004.
maus á grandrokk föstudagskvöldið 9. júlí
við erum að spila á tónleikum á grandrokk n.k. föstudagskvöld í samstarfi við útvarpsstöðina
x-ið 9.77. hljómsveitin manhattan spilar
áður og rétt er að taka fram að x-ið er með grillveislu fyrr um kvöldið á staðnum. frekari
upplýsingar um það má sjálfsagt heyra á stöðinni eða á vefnum þeirra.
26. júní 2004.
myndbandið við "liquid substance" komið á netið!!
eins og fram hefur komið þá frumsýndum við nýlega myndband við lagið "liquid substance".
nú geta gestir maus.is svo sannarlega glaðst þar sem myndbandið er nú aðgengilegt hér að neðan.
heiðurinn að myndbandinu á drengur að nafni hlynur
magnússon, en hann hefur undanfarnar vikur
unnið hörðum höndum við vinnslu myndbandsins í bílskúr í miðbæ reykjavíkur. þetta er svokallað
"stop-motion" myndband sem byggist á því að teknar eru margar ljósmyndir og þeim síðan skipt út
hratt þannig að úr verði samfelld hreyfimynd. hugmyndin af atburðarrásinni er unnin út frá texta lagsins.
lagið "liquid substance" er endurgerð af laginu "replacing my bones"
af plötunni "musick". hljómsveitin delphi fékk lagið
í sínar hendur til að vinna með það og þeir enduðu á því að notast aðeins við sönginn úr fyrra laginu.
við ákváðum því að gefa laginu nýtt nafn enda breytingin mikil. lagið er væntanlegt á safnplötunni
sem við komum til með að gefa út seinna á árinu.
fleiri lög eru einnig í sambærilegri endurvinnslu og má þar nefna hljómsveitir
eins og gusgus, dáðadrengi og quarashi sem fást við lögin okkar.
hér er síðan myndbandið... ...njótið! :
Liquid Substance (Windows Media, 15mb)
til upprifjunar þá eru hér tenglar á önnur nýleg myndbönd okkar:
Life in a Fishbowl (MPEG, 49mb)
Life in a Fishbowl (Windows Media, 16mb)
My Favourite Excuse (Quicktime mov, 35mb)
My Favourite Excuse (Quicktime mov, 9mb)
My Favourite Excuse (Windows Media, 13mb)
|






|
26. júní 2004.
maus á seyðisfirði 15. júlí!!
okkur hefur verið boðið að spila á tónleikum á seyðisfirði fimmtudaginn 15. júlí.
tónleikarnir eru á dagskrá listahátíðar ungs fólks á austurlandi - lunga sem stendur frá 12.-17. júlí.
það eru miklu fleiri hljómsveitir að spila þarna og höfum við heyrt nöfn eins og trabant, kimono
og hudson wain í því samhengi og auk þess mun biggi koma fram einn síns liðs síðar á hátíðinni
með kassagítarinn. það er semsagt allt að gerast á austurlandi dagana í kring og bendum við
áhugasömum á að láta sig ekki vanta á staðinn...
26. júní 2004.
maus í central park um verslunarmannahelgina !!
laugardaginn 31. júlí leikum við á "summer stage festival" í central park,
new york city. þetta eru útitónleikar sem eru í gangi yfir allt sumarið í þessum
merkilega garði án þess að fólk sé rukkað inn og þennan tiltekna laugardag
er lögð áhersla á íslenska tónlist. jagúar og vinyl
eru líka að spila þennan dag. þetta verður í annað sinn sem maus spilar í stóra
eplinu. meira síðar þegar nær dregur...
16. júní 2004.
hæ hó jibbý jey og jibbý jey !!
við spilum á tvennum 17. júní þjóðhátíðarskemmtunum annað kvöld.
kl. 20.30 erum við á rútstúni (við sundlaug kópavogs) en eftir tónleikana
skjótumst við upp á akranes og leikum á sambærilegri skemmtun fyrir rokkþyrsta
skagamenn. tilvalið að kíkja í bíltúr í tilefni dagsins og láta sjá sig í
þjóðhátíðarstemmningunni. ekki gleyma blöðrunum og andlitsmálningunni...
16. júní 2004.
nýtt myndband maus frumsýnt 17. júní !!
ef menn komast ekki upp á akranes annaðkvöld þá er um að gera að fylgjast með
þættinum "hjartsláttur á ferð og flugi" á skjá 1
því þar verður frumsýnt myndband okkar við lagið "liquid substance" sem er endurútgáfa af
laginu "replacing my bones" af plötunni
"musick". lagið er samstarfsverkefni
maus og hinnar bráðsnjöllu hljómsveitar delphi. myndbandið er leikstýrt af hlyni
magnússyni og erum við vægast sagt ánægðir með útkomuna. meira um það síðar.
20. maí 2004.
maus spilar með placebo í laugardalshöll 7. júlí !!
við komum til með að spila undan hinni ágætu hljómsveit
placebo í laugardalshöllinni þann 7 júlí.
við verðum eina hljómsveitin sem spilar á undan þeim og fáum við því um 45 mínútur
sem ættu að nægja fyrir einhverja slagara í bland við nýtt efni. við lofum a.m.k. 2 glænýjum
lögum. 'ðenn er hægt að kaupa miða á tónleikana m.a.
á icelandair.is.
20. maí 2004.
biggi með kassagítarinn á 22 í kvöld
í kvöld mun biggi spila á sínum fyrstu sólótónleikum sem haldnir verða á veitingastaðnum
22 við laugarveg. biggi ætlar að taka 2 maus lög og a.m.k. 3 af sínum eigin lögum sem
hugsanlega koma til með að enda á sólóplötunni hans sem er í vinnslu þessa dagana.
heiðar í botnleðju er líka að spila á þessum tónleikum og einnig indigo. bendum áhugasömum
að mæta á staðinn og komast í trúbadorafílinginn fyrir sumarið. ...bubbi hvað?
20. apríl 2004.
the beach boys - útsetningar, upptökur og besta plata í heimi!
miðvikudagskvöldið 21. apríl ætlar danni að sjá um hlustunarkvöld sem tími, miðstöð fyrir tímalistir,
stendur að. þetta er fyrsta kvöldið af svokölluðum tímakvöldum sem haldin verða í fundarherbergi
KlinK & BanK, stakkholti 2, á miðvikudagskvöldum kl. 21:00-23:00.
danni hefur á undanförnum árum verið forfallinn aðdáandi the beach boys og óþreyttur að breiða út
boðskapinn m.a. til okkar drengjanna í hljómsveitinni maus. á þessu hlustunarkvöldi ætlar danni
að spila tóndæmi og ræða um brian wilson, pet sounds, good vibrations og smile.
við viljum endilega mæla með að áhugamenn um sögulega popptónlist láti sjá sig. aðgangur er ókeypis.
19. apríl 2004.
safnplata frá maus á árinu
við höfum ákveðið að senda frá okkur safnplötu síðar á árinu. við eigum 10 ára
útgáfuafmæli í sumar og því tilvalið að gera upp ferilinn á tímamótunum. platan
verður tvöföld og verður seinni diskurinn stútfullur af óútgefnu efni. þar má nefna
tónleikaupptökur, óútgefin lög og endurgerðir annara listamanna á þekktum maus
lögum. við munum að sjálfsögðu kynna þetta allt saman miklu betur síðar.
meðal þeirra listamanna sem koma að endurvinnslu á maus lögum eru drengirnir í delphi.
þeir eru hvað þekktastir fyrir tónlistina hjá atvinnukrimmanum móra. þeir tóku
lagið "replacing my bones" af plötunni
"musick" og gerðu að sínu
með afar góðum árangri að okkar mati. lagið heitir nú "a liquid substance" og er
væntanlegt í spilun á útvarpsstöðvum eftir mánuð eða svo. við erum að vinna að myndbandi
við lagið í augnablikinu. meira um þetta síðar...
15. apríl 2004.
maus spila ekki á grandrokk laugardagskvöldið 17. apríl
við viljum koma því á framfæri að við erum ekki að spila á grandrokk laugardagskvöldið
17. apríl eins og auglýst er m.a. á grandrokk.is.
einhver leiðinda miskilningur virðist hafa átt sér stað. búið var að óska eftir þáttöku
okkur á umræddum tónleikum sem við tókum vel í enda frábærar hljómsveitir að spila á kvöldinu
en tímasetningin henntaði okkur ekki og því þurftum við að afþakka boðið. engu að síður erum
við auglýstir á tónleikunum og þykir okkur það miður, sérstaklega í ljósi þess að þetta er ekki
í fyrsta skipti sem þetta gerist og auðvitað kemur þetta verst út fyrir okkur á endanum.
fólk ætti samt endilega að mæta á þessa tónleika því lokbrá og jan mayen eru stórgóðar hljómsveitir.
við erum hinsvegar að spila á tveimur tónleikum á föstudaginn eins og sést hér að neðan.
6. apríl 2004.
tvennir tónleikar föstudagskvöldið 16. apríl
 |
maus á jack-live kvöldi x-ins 977
föstudagskvöldið 16. apríl n.k. spilum við á jack-live kvöldi x-ins 977 ásamt
úlpu og hinu nýverðlaunaða músíktilraunabandi mammút. tónleikarnir eru á gauki á stöng,
húsið opnar kl. 22.00 og það kostar 800 kr. inn.
Sjá auglýsingu
|
 |
maus á hraunrokki 2004
fyrr um kvöldið spilum við á hraunrokki í hafnafirði ásamt hljómsveitunum
andlát, i adapt, morris, lizark og fist fall.
tónleikarnir eru í íþróttahúsinu í víðistaðaskóla, húsið opnar kl 19.00 og það kostar 500 kr inn.
forsala miða er í félagsmiðstöðvum í hafnafirði.
Sjá auglýsingu
|
2. mars 2004.
biggi af fingrum fram á föstudagskvöld
biggi er gestur jóns ólafssonar í þeim frábæra þætti "af
fingrum fram" föstudagskvöldið
5. mars. þátturinn ætti að verða spennandi fyrir áhugamenn um hljómsveitina maus þar
sem m.a. verður sýnt myndbrot úr gömlum og mjög svo sjaldséðum myndböndum okkar.
Tekið af www.ruv.is
Af fingrum fram, föstudaginn 5. mars, kl. 21.45
Birgir Örn Steinarsson, söngvari, gítarleikari og textahöfundur í hljómsveitinni Maus,
er gestur Jóns Ólafssonar í þættinum Af fingrum fram í kvöld. Birgir hefur ásamt félögum
sínum í Maus gefið út fimm plötur á undanförnum árum og hefur þeim verið vel tekið, enda
vandað og fínt rokk á ferðinni. Í þættinum spjallar Jón við Birgi um heima og geima, bregður
upp myndum frá ferli hans og tekur með honum lagið. Dagskrárgerð er í höndum Jóns Egils
Bergþórssonar. Þátturinn er textaður á síðu 888 í Textavarpi og er endursýndur síðdegis
á sunnudögum.
2. mars 2004.
maus verða í vestmannaeyjum um helgina
við spilum á tvennum tónleikum fyrir eyjaskeggja í vestmannaeyjum laugardaginn 6. mars.
fyrri tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa en 18 ára aldurstakmark er á þá síðari.
tónleikarnir verða báðir á prófastinum. við bendum væntanlegum tónleikagestum á að
við verðum með diska og boli til sölu á staðnum.
1. mars 2004.
týndar fréttir
það týndust einhverjar fréttir milli 18. desember þar til í dag. sorrý stína.
eldri
fréttir af maus.is
|
|
|